top of page
Writing Music
Leiðréttar síður
Music Notes
Aukalög

Væntanleg

Gítar-leikur "Tvíröddun" er sjálfstætt framhald af bókinni Gítarleikur "Byrjenda- bók", en ætti einnig að henta fyrir nemendur með grunnfærni í gítarleik og nótnalestri. Bókin kennir frá grunni uppslag (tirendo) og tvíröddun og byggir á þeirri grunnfærni og þekkingu sem kennd eru í byrjendabókinni, en þar koma fyrir nóturnar í fyrstu stöðu gítarsins, niðurslag (apoyando) og grunnatriði í nótnalestri. Áherslan er áfram á að þjálfa í hægum skrefum grunntækni í klassískum gítarleik og á það einnig við um þekk- ingu og þjálfun í nótnalestri. Verkefnin í bókinni eru valin eða samin með það að markmiði að passa inn í tæknilega framvindu bókarinnar en einnig að þau séu áhugaverð og skemmt- ileg. Lagaval í bókinni er fjölbreytt og ætti að höfða til ungra jafnt sem eldri nemenda. Jafnframt eru tónstigar og brotnir hljómar í einföldustu tóntegundunum kynntir. Einnig er lögð áhersla á að kynna fyrstu gítargripin og koma þau fyrir í lögunum. Ekki er þó um að ræða markvissa þjálfun í undirleik eða hljómaáslætti því sá þáttur er tekinn fyrir í bókinni Gítar-leikur "Grip & Hljómaásláttur" sem er þriðja bókin í seríunni Gítar-leikur.

bottom of page