top of page

Þorvaldur Már Guðmundsson

 

Gítarkennari og gítarleikari

Menntun

 

     Þorvaldur Már hóf nám í klassískum gítarleik hjá Leifi Vilhelm Baldurssyni í Ársbyrjun 1989. Hann lauk 6.stigi í klassískum gítarleik frá Tónlistarskóla Húsavíkur vorið 1995 ásamt stúdentsprófi af náttúrufræði og tónlistarbraut frá Framhaldsskólanum á Húsavík.

     Haustið 1996 hóf hann nám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og var hans aðalkennari þar Símon H.Ívarsson. Þaðan lauk Þorvaldur VIII stigi og kennaraprófi vorið 2000.   Meðfram kennaranáminu stundaði hann einnig nám í rafgítar og bassaleik í tónlistarskóla F.Í.H. og voru kennarar hans þar Hilmar Jensson og Birgir Baldursson.

     Veturinn 2000-2001 stundaði hann framhaldsnám í klassískum gítarleik í Escola Luthier í Barcelona hjá Arnaldi Arnarsyni og einnig stundaði hann nám í flamenco gítarleik hjá Manuel Granados í Concervartory de Liceu í Barcelona og lauk III stigi í flamenco gítarleik.

     Á árunum 2003-2010 var hann í einskonar fjarnámi hjá Manuel Granados, fór reglulega í námsferðir til Barcelona og tók tíma hjá honum og Bernat Cisneros de Puig og lauk prófum. Sumarið 2010 lauk hann svo VIII stigi í flamenco gítarleik í Concervartory de Liceu í Barcelona.

     Þorvaldur hefur einnig sótt ýmis masterklass námskeið t.d. hjá David Russel, Göran Sölsher og Manuel Barrueco.

Þorvaldur hefur starfað sem Hljóðfærakennari frá árinu 1996 en í fullu starfi frá hausti 2001 við Tónskóla Sigursveins D.Kristinssonar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hann hefur einnig komið fram sem gítarleikari á tónleikum og við ýmis tilefni á Íslandi og Spáni.

 

Kennsla

 

Klassískur gítar

Flamenco gítar

Rafgítar grunnnám

Rafbassi grunnnám

 

Gítarleikur

 

Flamenco gítar

Klassískur gítar

Acoustic sóló

Dinnerspil

2010 - present

2010 - present

Útgáfa nótnabóka

 

 

     Árið 2009 gaf nótnaútgáfa Þ.M.G. út jólabókina Gítar Jól.  Frá Hausti 2012 hefur Þorvaldur Már unnið að útgáfu seríunnar Gítar-leikur.   Fyrsta bókin með undirtitilinn "Byrjendabók" kom út haustið 2014 og bókin "Tvíröddun" í byrjun árs 2016.  Væntalegar bækur í seríunni Gítar-leikur bera undirtitlana "Grip og hljómaásláttur" , "Lagasafn í Grunnnámi".

Gítar-leikur

Contact

info@gitarleikur.is

©Nótnaútgáfa Þ.M.G. 2014

Reykjavik Iceland

bottom of page