top of page
Writing Music
Leiðréttar síður
Music Notes

Gítar-leikur er ætluð sem byrjendabók í klassískum gítarleik. Bókin á
henta byrjendum á öllum aldri og er hugsuð sem fyrsta skrefið í tæknilegri uppbyggingu og nótnalestri. Markmið bókarinnar er að kynna fyrir nemandanum
og þjálfa hann í grunntækni gítarleiksins og byrjun á nótnalestri í smáum skrefum þar sem hvert atriði er tekið fyrir og þjálfað áður en það næsta bætist við.
Þannig ætti námið að verða skemmtilegra og árangursríkara. Verkefnin í bókinni eru valin eða samin með það að markmiði að passa inn í tæknilega framvindu bókarinnar en einnig að þau sé áhugaverð og skemmtileg. Í bókinni má því finna þekkt lög í bland við ný lög og verkefni eins tæknilegar æfingar og æfingar i spuna.

bottom of page